Fótbolti

Fegnir að fá ekki enskan úrslitaleik

NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn Knattspyrnusambands Evrópu segja það gott að ekki verði enskur úrslitaleikur í Meistaradeildinni í Aþenu þann 23. maí. Um tíma leit út fyrir að liðin í úrslitum yrðu bæði frá Englandi, en AC Milan setti þar stórt strik í reikninginn með stórsigri á Manchester United í gær.

"Margir okkar eru fegnir að úrslitaleikurinn í Aþenu er ekki viðureign Manchester United og Liverpool, ekki aðeins vegna þess að þá hefði þurft að herða öryggisviðbúnað, heldur vegna þess að það er betra að hafa fulltrúa fleiri landa í úrslitunum. Þessi niðurstaða gerir það að verkum að öryggisráðstafanir verða auðveldari en ella - því menn eru jú vanir að undirbúa úrslitaleik milli Milan og Liverpool," sagði talsmaður sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×