Fótbolti

San Zero

Cristiano Ronaldo var í strangri gæslu á San Siro í gær og vonbrigðin leyna sér ekki í svip hans á þessari mynd
Cristiano Ronaldo var í strangri gæslu á San Siro í gær og vonbrigðin leyna sér ekki í svip hans á þessari mynd AFP

Breskir fjölmiðlar buðu upp á skrautlegar fyrirsagnir eftir leik AC Milan og Manchester United í gær þar sem enska liðið féll úr keppni eftir 3-0 tap. The Sun bauð upp á fyrirsögnina "San Zero" og vísaði þar í markatöluna og máttlausa frammistöðu United. Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri viðurkenndi að hans menn hefðu verið slakir og er enn fúll yfir því að þurfa að mæta grönnum liðsins í Manchester City strax á laugardaginn.

"Við hefðum ekki átt að skera okkur sjálfa á háls með varnarleiknum fyrstu 25 mínútunum og það var greinilegt að leikmenn Milan voru betur hvíldir en við. Þeir voru miklu ferskari og sýndu okkur það sem við eigum enn eftir ólært," sagði Ferguson, sem hlakkar ekki sérstaklega til að mæta Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn - daginn sem liðið getur tryggt sér meistaratitilinn með hagstæðum úrslitum.

"Úrvalsdeildin hefur ekki hjálpað okkur mikið með því að neita að seinka leiknum. Sjónvarpsstöðvarnar voru alveg til í að seinka leiknum en úrvalsdeildarmenn vildu það ekki. Mér finnst það ósanngjarnt," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×