Fótbolti

Ferguson: Við þurfum að eiga frábæran leik

AFP

Nú styttist í að flautað verði til leiks í síðari undanúrslitaleik AC Milan og Manchester United í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn verður að sjálfssögðu sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst útsending klukkan 18:30. Sir Alex Ferguson segir sína menn þurfa á algjörum toppleik að halda til að komast í úrslitin.

Manchester United vann dramatískan 3-2 sigur í fyrri leiknum á heimavelli og Ferguson segir sína menn þurfa að vera tilbúna í slaginn ef þeir ætli sér að tryggja sæti í úrslitunum þar sem Liverpool verður andstæðingurinn.

"Við þurfum á öllu okkar besta að halda í þessum leik, enda sáu allir hvað Milan-liðið er sterkt í fyrri leiknum. Við vitum hvað við þurfum að gera - við verðum að eiga stórleik," sagði Ferguson, sem státar af þeim frábæra árangri að hafa aldrei tapað einvígi í Evrópukeppni eftir að hafa unnið fyrri leikinn. "Við verðum að spila okkar leik ef við ætlum okkur áfram og það þýðir að við verðum að sækja. Það gagnast okkur ekkert að ætla að liggja til baka og verjast. Það er mögulegt að við fáum á okkur mark í Mílanó og því verðum við að skora," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×