Fótbolti

Fínt að vinna deildarbikarinn fyrir 500 milljónir punda

NordicPhotos/GettyImages

Rick Parry, yfirmaður Liverpool, gat ekki stillt sig um að skjóta á Chelsea í gær þegar Liverpool tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildarinnar með því að slá Chelsea út úr keppninni. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea hafði kallað Liverpool lítið félag og lið sem sérhæfði sig í bikarkeppnum fyrir leikina og Parry skaut til baka í gær.

"Mér er alveg sama hvað Mourinho segir, ég hlusta ekki á hann. Það er sennilega fínn árangur að vinna deildarbikarinn þegar maður hefur eitt 500 milljónum punda til leikmannakaupa. Hann má segja það sem hann vill, það eina sem við erum að hugsa um er okkar félag, Liverpool," sagði Parry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×