Fótbolti

Finnan og Essien verða með annað kvöld

Michael Essien
Michael Essien NordicPhotos/GettyImages

Bakvörðurinn Steve Finnan verður leikfær með Liverpool annað kvöld þegar liðið tekur á móti Chelsea í síðari leiknum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þá kemur miðjumaðurinn Michael Essien aftur inn í lið Chelsea. Leikurinn er á Anfield í Liverpool og verður sýndur beint á Sýn.

Finnan hefur misst af síðustu fjórum leikjum hjá Liverpool en hann var viljandi hvíldur gegn Portsmouth um síðustu helgi. Þar voru sjö fastamenn hvíldir í liði Liverpool og reiknað er með því að þeir verði í byrjunarliði þeirra rauðu annað kvöld. Þetta eru þeir Jose Reina, Daniel Agger, Jamie Carragher, Steven Gerrard, Javier Mascherano, Dirk Kuyt og John Arne Riise. Þá er reiknað með því að Peter Crouch verði jafnvel í byrjunarliði Liverpool.

Hjá Chelsea er ljóst að miðvörðurinn sterki Ricardo Carvalho verður ekki með vegna hnémeiðlsa og því gæti farið svo að miðjumaðurinn Essien yrði við hlið John Terry í hjarta varnarinnar. Michael Ballack fór í uppskurð á ökkla og verður frá keppni í minnst tíu daga. Didier Drogba má ekki fá gult spjald í leiknum á Anfield, því þá verður hann í leikbanni í úrslitaleiknum ef Chelsea kemst þangað. Hjá Liverpool eru þeir Javier Mascherano og Jermaine Pennant á gulu spjaldi. Hér fyrir neðan má sjá áætlaðan leikmannahóp liðanna fyrir leikinn á morgun.

Liverpool: Reina, Finnan, Arbeloa, Carragher, Hyypia, Agger, Riise, Gerrard, Alonso, Sissoko, Pennant, Zenden, Bellamy, Kuyt, Mascherano, Crouch, Dudek, Gonzalez.



Chelsea:
Cech, A Cole, Makelele, Terry, Essien, Ferreira, Boulahrouz, Shevchenko, Lampard, J Cole, Drogba, Mikel, Geremi, Bridge, Wright-Phillips, Diarra, Kalou, Cudicini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×