Meistarar Miami á leið úr keppni 28. apríl 2007 14:10 Shaquille O´Neal og félagar eru hársbreidd frá því að fara snemma í sumarfrí NordicPhotos/GettyImages Óvænt úrslit litu dagsins ljós í úrslitakeppninni í NBA í nótt. Meistarar Miami töpuðu á heimavelli fyrir Chicago og eru undir 3-0 í einvíginu og Golden State er komið yfir 2-1 gegn Dallas eftir stórsigur í þriðja leik liðanna. New Jersey náði forystu gegn Toronto á bak við stórleik Jason Kidd og Vince Carter. Lið Miami stóð frammi fyrir leik sem varð að vinnast á heimavelli sínum í nótt, en sem fyrr var sprækt lið Chicago þeim of stór biti til að kyngja og hafði sigur 104-96. Meistararnir eru því undir 3-0 í einvíginu og engu liði í sögu úrslitakeppninnar hefur tekist að koma til baka og vinna seríu í þeirri stöðu. Miami komst mest 12 stigum yfir á lokakafla leiksins, en gestirnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og höfðu sigur. Ben Gordon skoraði 27 stig fyrir Chicago, Luol Deng skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst og Kirk Hinrich skoraði 22 stig. Dwyane Wade skoraði 28 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst. Chicago getur klárað einvígið með sigri í Miami á morgun - en sá leikur verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 17. Golden State kemur enn á óvart Golden State Warriors hefur ekki sagt sitt síðasta gegn deildarmeisturum Dallas Mavericks. Golden State hafnaði í áttunda sæti í Vesturdeildinni með góðum endaspretti, en Dallas-liðið varð þeim engin fyrirstaða í þriðja leiknum í gær. Golden State vann sannfærandi 109-91 sigur á heimavelli. Jason Richardson skoraði 30 stig og hirti 8 fráköst fyrir Golden State, Baron Davis skoraði 24 stig, Stephen Jackson 16 og Monta Ellis 14. Hjá Dallas var Dirk Nowitzki með 20 stig og 12 fráköst og Josh Howard skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst. Sannarlega óvæntir hlutir að gerast í þessu einvígi.Ótrúlegur leikur hjá KiddVince Carter og Jason Kidd fóru á kostum hjá New Jersey í nóttNordicPhotos/GettyImagesLoks vann New Jersey sannfærandi sigur á Toronto Raptors á heimavelli 102-89 í þriðja leik liðanna og náði 2-1 forystu í einvíginu. Þessi leikur var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi. Vince Carter var sjóðandi heitur frá byrjun í leiknum og skoraði 37 stig, Richard Jefferson skoraði 18 stig, en maður leiksins var vafalítið Jason Kidd leikstjórnandi liðsins.Kidd var tæpur vegna meiðsla fyrir leikinn, en lauk keppni með 16 stig, 16 fráköst og 19 stoðsendingar. Þetta var 10. þrefalda tvenna hans í úrslitakeppni en aðeins tveir aðrir menn hafa náð 15+ í stigum, fráköstum og stoðsendingum í leik í úrslitakeppni í sögu deildarinnar - Fat Lever hjá Dallas fyrir 20 árum og Wilt Chamberlain fyrir 40 árum.TJ Ford var atkvæðamestur hjá Toronto með 27 stig og 8 stoðsendingar, en Chris Bosh skoraði aðeins 11 stig og hirti 11 fráköst - og munar um minna fyrir Kanadaliðið. NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Sjá meira
Óvænt úrslit litu dagsins ljós í úrslitakeppninni í NBA í nótt. Meistarar Miami töpuðu á heimavelli fyrir Chicago og eru undir 3-0 í einvíginu og Golden State er komið yfir 2-1 gegn Dallas eftir stórsigur í þriðja leik liðanna. New Jersey náði forystu gegn Toronto á bak við stórleik Jason Kidd og Vince Carter. Lið Miami stóð frammi fyrir leik sem varð að vinnast á heimavelli sínum í nótt, en sem fyrr var sprækt lið Chicago þeim of stór biti til að kyngja og hafði sigur 104-96. Meistararnir eru því undir 3-0 í einvíginu og engu liði í sögu úrslitakeppninnar hefur tekist að koma til baka og vinna seríu í þeirri stöðu. Miami komst mest 12 stigum yfir á lokakafla leiksins, en gestirnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og höfðu sigur. Ben Gordon skoraði 27 stig fyrir Chicago, Luol Deng skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst og Kirk Hinrich skoraði 22 stig. Dwyane Wade skoraði 28 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst. Chicago getur klárað einvígið með sigri í Miami á morgun - en sá leikur verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 17. Golden State kemur enn á óvart Golden State Warriors hefur ekki sagt sitt síðasta gegn deildarmeisturum Dallas Mavericks. Golden State hafnaði í áttunda sæti í Vesturdeildinni með góðum endaspretti, en Dallas-liðið varð þeim engin fyrirstaða í þriðja leiknum í gær. Golden State vann sannfærandi 109-91 sigur á heimavelli. Jason Richardson skoraði 30 stig og hirti 8 fráköst fyrir Golden State, Baron Davis skoraði 24 stig, Stephen Jackson 16 og Monta Ellis 14. Hjá Dallas var Dirk Nowitzki með 20 stig og 12 fráköst og Josh Howard skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst. Sannarlega óvæntir hlutir að gerast í þessu einvígi.Ótrúlegur leikur hjá KiddVince Carter og Jason Kidd fóru á kostum hjá New Jersey í nóttNordicPhotos/GettyImagesLoks vann New Jersey sannfærandi sigur á Toronto Raptors á heimavelli 102-89 í þriðja leik liðanna og náði 2-1 forystu í einvíginu. Þessi leikur var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi. Vince Carter var sjóðandi heitur frá byrjun í leiknum og skoraði 37 stig, Richard Jefferson skoraði 18 stig, en maður leiksins var vafalítið Jason Kidd leikstjórnandi liðsins.Kidd var tæpur vegna meiðsla fyrir leikinn, en lauk keppni með 16 stig, 16 fráköst og 19 stoðsendingar. Þetta var 10. þrefalda tvenna hans í úrslitakeppni en aðeins tveir aðrir menn hafa náð 15+ í stigum, fráköstum og stoðsendingum í leik í úrslitakeppni í sögu deildarinnar - Fat Lever hjá Dallas fyrir 20 árum og Wilt Chamberlain fyrir 40 árum.TJ Ford var atkvæðamestur hjá Toronto með 27 stig og 8 stoðsendingar, en Chris Bosh skoraði aðeins 11 stig og hirti 11 fráköst - og munar um minna fyrir Kanadaliðið.
NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Sjá meira