Körfubolti

Marcus Camby varnarmaður ársins

Marcus Camby er fyrsti leikmaðurinn úr liði Denver sem er valinn varnarmaður ársins síðan Dikembe Mutombo vann verðlaunin 1995
Marcus Camby er fyrsti leikmaðurinn úr liði Denver sem er valinn varnarmaður ársins síðan Dikembe Mutombo vann verðlaunin 1995 NordicPhotos/GettyImages
Dagblaðið Denver Post greindi frá því í morgun að miðherjinn Marcus Camby hjá Denver Nuggets verði kjörinn varnarmaður ársins í NBA deildinni. Camby á að baki 11 ár í deildinni og skoraði 11 stig, hirti tæp 12 fráköst og varði 3,3 skot að meðaltali í leik í vetur - sem er besti árangurinn í deildinni. Camby er sagður hafa fengið 431 atkvæði í kjöri fjölmiðlamanna en Bruce Bowen hjá San Antonio varð annar með 206 stig og félagi hans Tim Duncan í þriðja sæti með 158 stig.
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×