Lofar lægri verðbólgu í Bretlandi 25. apríl 2007 09:02 Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, og Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands. Mynd/AFP Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, segir að bankinn ætli að grípa til aðgerða til að draga úr verðbólgu og muni Bretar sjá skarpa lækkun á næstu fjórum til sex mánuðum. Verðbólga mældist 3,1 prósent í mars sem kom flestu, ekki síst bankastjórn Englandsbanka, á óvart og varð King venju samkvæmt, að skrifa stjórnvöldum bréf þar sem hann gerði grein fyrir hækkuninni. Englandsbanki ákvað fyrr í þessum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum 5,25 prósentum. Sagði seðlabankastjóri að fylgst yrði grannt með þróun verðbólgu í landinu. Greinendur voru ekki á einu máli um ákvörðun bankans þrátt fyrir að flestir þeirra höfðu gert ráð fyrir óbreyttu stýrivaxtastigi. King fundaði með fjárlaganefnd breska þingsins um stöðu efnahagsmála í gær og sagði að bankinn ætli að grípa til aðgerða til að koma verðbólga niður að tveggja prósenta verðbólgumarkmiðum bankans. Greinendur segja miklar líkur á að bankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði um fjórðung úr prósenti hið minnasta til að draga úr einkaneyslu og hagvexti með það fyrir að lækka verðbólguna, sem hefur ekki verið hærri í áratug. Breska ríkisútvarpið (BBC) hefur eftir King í gær, að helsta ástæðan fyrir því að verðbólga lækki jafn hratt og hann telur sé sú að raforkuverð fari lækkandi á sama tíma og útlánsvextir fjármálastofnana fari hækkandi samhliða hækkandi stýrivaxtastigi. Muni það draga úr einkaneyslu á næstu mánuðum, að hans sögn. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, segir að bankinn ætli að grípa til aðgerða til að draga úr verðbólgu og muni Bretar sjá skarpa lækkun á næstu fjórum til sex mánuðum. Verðbólga mældist 3,1 prósent í mars sem kom flestu, ekki síst bankastjórn Englandsbanka, á óvart og varð King venju samkvæmt, að skrifa stjórnvöldum bréf þar sem hann gerði grein fyrir hækkuninni. Englandsbanki ákvað fyrr í þessum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum 5,25 prósentum. Sagði seðlabankastjóri að fylgst yrði grannt með þróun verðbólgu í landinu. Greinendur voru ekki á einu máli um ákvörðun bankans þrátt fyrir að flestir þeirra höfðu gert ráð fyrir óbreyttu stýrivaxtastigi. King fundaði með fjárlaganefnd breska þingsins um stöðu efnahagsmála í gær og sagði að bankinn ætli að grípa til aðgerða til að koma verðbólga niður að tveggja prósenta verðbólgumarkmiðum bankans. Greinendur segja miklar líkur á að bankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði um fjórðung úr prósenti hið minnasta til að draga úr einkaneyslu og hagvexti með það fyrir að lækka verðbólguna, sem hefur ekki verið hærri í áratug. Breska ríkisútvarpið (BBC) hefur eftir King í gær, að helsta ástæðan fyrir því að verðbólga lækki jafn hratt og hann telur sé sú að raforkuverð fari lækkandi á sama tíma og útlánsvextir fjármálastofnana fari hækkandi samhliða hækkandi stýrivaxtastigi. Muni það draga úr einkaneyslu á næstu mánuðum, að hans sögn.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira