Fótbolti

Rooney: Scholes er snillingur

NordicPhotos/GettyImages

Wayne Rooney var að vonum ánægður eftir sigur Manchester United á AC Milan í kvöld, en hann skoraði jöfnunarmarkið og tryggði liði sínu sigur með glæsilegu marki í uppbótartíma. Hann segir félaga sína aldrei hafa misst trú á verkefninu þó liðið hafi lent undir.

"Þetta er stórkostleg tilfinning. Þetta var erfiður leikur en við héldum áfram að berjast til síðustu mínútu. Við vissum að síðari leikurinn yrði mjög erfiður ef við næðum ekki að vinna og því var það stórkostleg tilfinning að ná að skora í lokin. Við vorum undir 2-1 í hálfleik gegn frábæru Milan-liði, en Ferguson sagði okkur að halda áfram að pressa og þá myndum við skora mörk," sagði Rooney og hrósaði félaga sínum Paul Scholes fyrir stoðsendinguna glæsilegu í öðru markinu - þegar hann vippaði boltanum inn fyrir vörnina á Rooney.

"Ég sé hann gera þetta á hverjum degi á æfingum. Hann er ótrúlegur maður að hafa sér við hlið í liðinu - algjör snillingur," sagði Rooney um félaga sinn Paul Scholes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×