Viðskipti erlent

Spider-Man bætir afkomuna

Köngurlóarmaðurinn.
Köngurlóarmaðurinn.

Bandaríski leikfangaframleiðandinn Hasbro skilaði hagnaði upp á 32,9 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 2,1 milljarðs króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er nokkur viðsnúningur fá 4,9 milljóna dala, 317 milljóna króna, tapi á sama tíma fyrir ári. Helsta ástæðan fyrir hagnaðinum er góð sala á leikföngum sem tengjast útgáfu þriðju kvikmyndarinnar um ævintýri Köngurlóarmannsins, sem kemur á hvíta tjaldið eftir tvo mánuði.

Þá námu tekjur fyrirtækisins 625,3 milljónum dala, 40,5 milljörðum króna, á tímabilinu. Þetta er 34 prósentum betri afkoma en á sama tíma í fyrra og talsvert yfir væntingum greinenda á Wall Street.

Hasbo er næststærsti leikfangaframleiðandi Bandaríkjanna á eftir Mattel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×