Fótbolti

Barcelona tapar og spennan eykst á Spáni

Ronaldinho mátti síns lítils gegn leikmönnum Villareal í kvöld.
Ronaldinho mátti síns lítils gegn leikmönnum Villareal í kvöld. MYND/Getty

Spennan eykst með hverjum leik í spænsku úrvalsdeildinni og harnaði toppbaráttan enn frekar í kvöld þegar Barcelona tapaði fyrir Villeral, 2-0. Á sama tíma vann Sevilla öruggan sigur á Atletico Bilbao, 4-1, og munar nú aðeins einu stigi á liðunum. Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu 15 mínúturnar fyrir Barcelona.

Brasilíumaðurinn Ronaldinho snéri aftur í lið Barcelona eftir veikindi, á kostnað Eiðs Smára, en hann náði sér ekki á strik frekar en aðrir leikmenn liðsins. Robert Pires og Garcia Marcos skoruðu mörk Villareal í síðari hálfleik.

Alexander Kerzhakov, Antonio Puerta, Ernesto Chevanton og Luis Fabiano skoruðu fyrir Villareal í sigrinum á Bilbao en Fransisco Yeste skoraði eina mark gestanna.

Barcelona er áfram í efsta sæti spænsku deildarinnar þrátt fyrir tapið, hefur hlotið 59 stig. Sevilla er í öðru sæti með 58 stig og Real Madrid er í því þriðja með 57 stig. Sjö umferðir eru eftir að spænsku deildarkeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×