Innlent

Hollusta pensíms verður stöðugt ljósari

Pensím er unnið úr trypsími, ensími sem finnst í meltingarfærum þorsks, en það hefur hingað til verið notað í smyrsl sem vinnur gegn húðmeinum. Á síðasta ári leiddu tilraunir með efnið á rannsóknarstofum við University of London hins vegar í ljós að það vinnur á fuglaflensuveirum af hinum illræmda stofni H5N1. Nýjar rannsóknir frá sömu stofnun benda til að pensímið drepur einnig flensuveirur af stofninum H3N2, en hann herjar á menn. Þessi tíðindi hafa mikla þýðingu því þau þýða að mati Jóns Braga Bjarnasonar, prófessors í lífefnafræði og stjórnarformanns Ensímtækni, að tengsl séu á milli ólíkra stofna og pensím geti þar af leiðandi unnið á flensustofnum í fortíð, nútíð og framtíð.

Jón Bragi segir þessar niðurstöður gefa tilefni til að hefja klínískar rannsóknir á fólki, strax á næstu misserum. Máttur pensímsins er ekki bara bundinn við flensuvarnir því ýmislegt bendir til að það geti læknað sjúkdóm sem hingað til hefur verið sagður með öllu ólæknandi, sjálft kvefið. Prófanir eiga þó enn eftir að sýna fram á það með óyggjandi hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×