Sport

Davíð lagði Golíat - Valuev tapaði

Chagaev fagnaði sem óður maður að bardaga loknum - áður en hann heyrði úrskurð dómara
Chagaev fagnaði sem óður maður að bardaga loknum - áður en hann heyrði úrskurð dómara NordicPhotos/GettyImages

Rússneska tröllið Nikolai Valuev tapaði fyrsta bardaga sínum á ferlinum í nótt þegar hann tapaði fyrir Ruslan Chagaev frá Úsbekistan á stigum í bardaga þeirra um WBA beltið í þungavigt. Valuev var ósigraður í 46 bardögum. Hinn hugaði andstæðingur hans lét sig ekki muna um að vera feti lægri og 40 kílóum léttari og vann verðskuldaðan sigur.

"Menn sögðu að Valuev væri allt of stór fyrir mig og ég hefði gaman af því að heyra hvað þeir hafa að segja núna," sagði Chagaev. "Ég kann eitt og annað fyrir mér í að berjast við mér stærri menn og þetta er ekki í fyrsta skipti sem menn afskrifa mig," sagði risabaninn og sjálfur Don King tók í sama streng, þó hann hafi horft upp á skjólstæðing sinn Valuev tapa bardaganum. "Þetta var frábær, frábær bardagi - betri en nokkur þorði að vona," sagði King.

Bardaginn fór fram í Stuttgart í Þýskalandi fyrir framan 6,800 áhorfendur, sem risu úr sætum og fögnuðu hinum hugrakka Chagaev þegar bjallan glumdi eftir 12. lotuna. Bardaginnvar sýndur beint á Sýn í nótt. 

 

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×