Fótbolti

Stuðningsmenn United beðnir að draga úr áfengisneyslu

Talið er að ólætin í Róm hafi af hluta til stafað af ofneyslu áfengis
Talið er að ólætin í Róm hafi af hluta til stafað af ofneyslu áfengis AFP

Knattspyrnusamband Evrópu hefur farið þess á leit við stuðningsmenn Manchester United að stilla áfengisneyslu í hóf þegar liðið sækir AC Milan heim í Meistaradeildinni í byrjun næsta mánaðar. Talsmaður UEFA segir að hluta þeirra vandamála sem komið hafi upp á leikjum undanfarið megi rekja til ofdrykkju.

"Við höfum ekki sérstakar áhyggjur af leiknum í Mílanó því það verður leikur í annari borg og við aðrar aðstæður en var í Róm á dögunum," sagði talsmaður evrópska knattspyrnusambandsins. Það voru líka vandræði á leik Sevilla og Tottenham, en engin þegar Chelsea sótti Valencia heim.

Ef allir haga sér sæmilega verða engin vandræði, en forráðamenn Manchester United verða að gera stuðningsmönnum það ljóst að þeir verði að haga sér vel. Það hafa komið upp vandamál sem rekja má til áfengisneyslu og þó erfitt sé að banna fólki að drekka, verður óhófleg áfengisdrykkja til þess að fólk fer að haga sér óskynsamlega."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×