Fótbolti

Bernd Schuster tekur við Real Madrid

NordicPhotos/GettyImages

Þýski knattspyrnuþjálfarinn Bernd Schuster hefur skrifað undir samning við spænska stórveldið Real Madrid og mun taka við þjálfun þess þann 1. júlí. Þetta fullyrða þýskir fjölmiðlar í dag og segja fulltrúa Schusters hafa staðfest tíðindin. Schuster er þjálfari Getafe í dag en fyrir hjá Real Madrid er ítalski þjálfarinn Fabio Capello.

Sagt er að samkvæmt samningi sem þegar hafi verið undirritaður muni Schuster fá eina milljón evra í vasann ef einhver annar en hann tekur við Real í sumar - en hann verði á sama hátt að greiða félaginu eina milljón evra ef honum snýst hugur þangað til.

Schuster hefur náð undraverðum árangri með spútniklið Getafe í stjórnartíð sinni en hefur aldrei farið leynt með það að hann hafi áhuga á að taka við Madridarliðinu - þar sem hann spilaði á sínum tíma sem leikmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×