Fótbolti

Benitez: Mikilvægt að stjórna hraðanum frá byrjun

NordicPhotos/GettyImages
Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur farið þess á leit við sína menn að þeir byrji vel í síðari leiknum við PSV á heimavelli í kvöld. Liverpool hefur örugga 3-0 forystu frá fyrri leiknum í Hollandi og því ætti það aðeins að vera formsatriði fyrir þá rauðu að klára dæmið gegn meiðslum hrjáðu liði PSV.

"Andstæðingar okkar eru verðugir og þeir munu mæta grimmir til leiks frá fyrstu mínútu. Ef við hinsvegar tökum vel á móti þeim, stýrum hraðanum og keyrum á þá - held ég að við verðum ekki stöðvaðir. Þrjú mörk er vissulega mikill munur, en við vorum nú þremur mörkum undir í Istanbul á sínum tíma svo menn verða að halda einbeitingu. Ef ég væri stjóri PSV myndi ég segja mínum mönnum að það væri engin pressa á þeim og hvetja þá til að reyna að skora snemma og ég á von á því að þeir muni reyna að gera það," sagði Benitez.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×