Fótbolti

United að valta yfir Roma

Alan Smith skoraði annað mark United í kvöld
Alan Smith skoraði annað mark United í kvöld AFP

Manchester United hefur yfir 4-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari viðureign liðsins gegn Roma í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Valencia hefur yfir 1-0 gegn Chelsea á heimavelli sínum og er því í vænlegri stöðu í einvíginu.

Leikurinn á Old Trafford hefur verið eign Manchester United frá fyrstu mínútu. Michael Carrick kom liðinu yfir á 11. mínútu með skoti utan teigs, Alan Smith skoraði annað markið á 17. mínútu og Wayne Rooney batt enda á laglega sókn aðeins tveimur mínútum síðar og kom heimamönnum í vænlega stöðu. Hinn frábæri Cristiano Ronaldo skoraði svo fjórða markið á 44. mínútu og gerði nánast út um einvígið.

Chelsea er ekki í góðri stöðu á Spáni þar sem liðið er 1-0 undir gegn sterku liði Valencia. Fernando Morientes skoraði mark heimamanna á 32. mínútu en leikurinn hefur verið mjög skemmtilegur á að horfa. Didier Drogba átti mjög gott færi undir lok hálfleiksins þegar hann átti þrumuskalla að markinu, en Canizares sá við honum með góðri markvörslu. Chelsea þurfti alltaf að skora á Mestalla til að eiga möguleika á að fara áfram, svo útlitið gæti verið svartara fyrir enska liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×