Fótbolti

Liverpool mun sækja til sigurs

Rafa Benitez segir PSV hafa engu að tapa í síðari leiknum gegn Liverpool á miðvikudag.
Rafa Benitez segir PSV hafa engu að tapa í síðari leiknum gegn Liverpool á miðvikudag. MYND/Getty

Liverpool mun alls ekki vanmeta PSV og mun liðið sækja til sigurs í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudag, að því er knattspyrnustjórinn Rafael Benitez heldur fram. Liverpool hefur 3-0 forystu frá því í fyrri leiknum en Benitez minnir á slíkt forskot sé vel hægt að missa og bendir á úrslitaleik Liverpool og AC Milan fyrir tveimur árum.

"Við vitum vel að lið hafa komið til baka eftir að hafa lent 3-0 undir í Meistaradeildinni. Við gerðum það í Istanbúl," segir Benitez en þá hafði AC Milan komist í 3-0 í fyrri hálfleik, en Liverpool jafnaði og vann að lokum í vítaspyrnukeppni, eins og margir ættu að muna.

Benitez hefur ekki í hyggju að hvíla lykilmenn sína og kveðst hafa ítrekað fyrir lærisveinum sínum að það kunni ekki góðri lukku að stýra að ætla sér að sitja aftarlega á vellinum og freista þess að verja forskotið frá því í fyrri leiknum.

"Við munum sækja til sigurs og freista þess að að bæta við forskotið. Leikir eins og sá sem við eigum í vændum geta verið mjög hættulegir. Stundum hugsa andstæðingarnir með sér að þeir eigi engan möguleika en stundum hugsa þeir sem svo að þeir hafa engu að tapa og pressa þar af leiðandi stíft. Við verðum að fara varlega," segri Benitez.

"Ef PSV skorar snemma í leiknum hefur eðli einvígisins gjörbreyst. Þá munu þeir fá sjálfstraust og gera allt til að skora annað mark. Þá erum við í vandamálum. Þar af leiðandi förum við ekki í leikinn með því hugarfari að ná jafntefli - við munum reyna að vinna," bætti spænski stjórinn við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×