Fótbolti

Allt í járnum í spænsku úrvalsdeildinni

Robinho skoraði gott mark fyrir Real Madrid í kvöld.
Robinho skoraði gott mark fyrir Real Madrid í kvöld. MYND/Getty

Mikil spenna er hlaupin í spænsku úrvalsdeildina í knattspyrnu eftir að Real Madrid sigraði Osasuna í kvöld á sama tíma og Sevilla náði aðeins markalausu jafntefli gegn Racing Santander á heimavelli sínum. Barcelona er því enn á toppnum, með eins stigs forskot á Sevilla, en á tvö stig á Real Madrid.

Það voru þeir Raul og Robinho sem skoruðu mörk Real í dag í sitthvorum hálfleiknum. Sigurinn var sanngjarn og þótti Real spila sinn besta leik í nokkurn tíma.

Önnur úrslit dagsins

Deportivo La Coruna 1 - 0 Gimnastic Tarragona

Recreativo 4 - 2 Celta Vigo

Mallorca 2 - 0 Getafe

Levante 1 - 1 Real Betis

Espanyol 1 - 0 Real Sociedad




Fleiri fréttir

Sjá meira


×