Fótbolti

United fordæmir ofbeldi rómversku lögreglunnar

Hér má sjá einn stuðningsmanna United í blóði sínu eftir átökin
Hér má sjá einn stuðningsmanna United í blóði sínu eftir átökin AFP

Forráðamenn knattspyrnufélagsins Manchester United hafa fordæmt vinnubrögð lögreglu á leik Roma og Manchester United í gærkvöldi og saka lögleglumenn á leikvanginum um að bregðast og hart við ólátum stuðningsmanna og beita þá ofbelti. Ellefu stuðningsmenn enska liðsins slösuðust í átökunum og þar af þurftu tveir að liggja á sjúkrahúsi í nótt.

Knattspyrnusamband Evrópu hefur þegar hrint af stað rannsókn á málinu og enska félagið og breska sjónvarpið hafa leitað eftir vitnum í málinu. Til óláta kom á milli stuðningsmanna liðanna, en að mati forráðamanna enska liðsins brást lögreglan of harkalega við og greip til ofbeldis. Ítölsk knattspyrnuyfirvöld hafa líka lýst því yfir að þau ætli að rannsaka málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×