Viðskipti innlent

Búist við lækkun á lánshæfismati íslensku bankanna

Höfuðstöðvar Kaupþings í Borgartúni.
Höfuðstöðvar Kaupþings í Borgartúni. MYND/GVA

Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að Moody's Investors Service lækki lánshæfismat íslensku bankanna í dag. Moodys var gagnrýnt í febrúarmánuði þegar það kynnti breytta aðferðarfræði við mat banka. Þá hækkaði lánshæfismat íslensku bankanna í hæstu mögulega einkunn fyrir langtímaskuldbindingar eða í Aaa.

Í ½ fimm fréttum Kaupþings segir að ráð sé gert fyrir því að Moody's lækki lánshæfiseinkunnir evrópskra og bandarískra banka. Íslensku bankarnir séu þar á meðal.

Lánshæfiseinkunnirnar geti lækkað um einn til þrjá flokka. Markaðsaðilar ytra gera ráð fyrir að lánhæfiseinkunnir Glitnis, Kaupþings og Landsbankans lækki um allt að þrjá flokka, í Aa3. Verði það raunin verða bankarnir samt sem áður með betri einkunn en fyrir breytingarnar hjá Moody's í febrúar. Þá var einkunn Landsbankans A2 og Kaupþings og Glitnis A1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×