Viðskipti innlent

Bein út­sending: Árs­fundur at­vinnu­lífsins

Atli Ísleifsson skrifar
Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Einar

Ársfundur atvinnulífsins fer fram í Hörpu milli klukkan 15 og 17 í dag þar sem sjónum verður sérstaklega beint að grænni orku. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi.

Í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins segir að ársfundurinn hafi fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna.

„Græn orka er lykill að orkuskiptum og kolefnishlutleysi Íslands. Á komandi starfsári Samtaka atvinnulífsins beinum við kastljósinu að grænni orku og grænum lausnum. Við ræsum þá vegferð á Ársfundi atvinnulífsins 19. september undir yfirskriftinni Samtaka um grænar lausnir.

Við fáum stöðu og horfur beint í æð í erindum Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra Íslands, Eyjólfs Árna Rafnssonar, formanns SA og Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, og Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, rýna í niðurstöður nýrrar könnunar Gallup um afstöðu almennings og fyrirtækja til orku- og loftslagsmála, undir fundarstjórn Þórðar Gunnarssonar, hagfræðings. Þá er púlsinn tekinn á forystusveit aðildarsamtaka SA ásamt hugvekjum nýsköpunarfyrirtækja,“ segir í tilkynningunni.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í streymi í spilaranum að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×