Hafa ekki tekið ákvörðun um vaxtahækkun Árni Sæberg skrifar 16. september 2024 11:31 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Stjórnendur Landsbankans hafa ekki tekið ákvörðun um að feta í fótspor hinna stóru viðskiptabankanna tveggja og hækka vexti á verðtryggðum lánum. Arion banki tilkynnti á miðvikudag að vextir verðtryggðra lána hækkuðu um 0,5 prósentustig og 0,6 prósentustig. Bankinn réttlætti vaxtahækkunina með vísan til hækkunar ávöxtunarkröfu þeirra skuldabréfa sem bankinn fjármagnar verðtryggð útlán sín með. Um er að ræða tólf og fimmtán prósenta hækkun vaxta. Á föstudaginn fylgdi Íslandsbanki Arion og tilkynnti um hækkun vaxta verðtryggða lána. Í tilfelli Íslandsbanka hækka breytilegir vextir um 0,5 prósentustig, sem er um tólf prósenta hækkun og fastir vextir hækka um 0,4 prósentustig, sem er hækkun um 9,5 prósent. Kosti heimilin tugi þúsunda á mánuði Ákvarðanir bankanna tveggja hafa sætt mikilli gagnrýni. Formaður Starfsgreinasambandsins hefur sagt ákvörðun Arion banka merki um taumlausa græðgi og dósent í viðskiptafræði segir vaxtahækkanir munu geta kostað heimilin tugi þúsunda króna á mánuði. „Tökum sem dæmi, fjölskylda sem skuldar 50 milljónir í verðtryggðu láni. Nú eykst vaxtakostnaður um 0,6 prósent sem gerir um 300 þúsund á ári. Það samsvarar 25 þúsund króna auka hækkun á vaxtakostnaði. Sem að þýðir væntanlega, svona um það bil hjá flestum að eftir skatta, til þess að fjármagna það, þá þarf fjölskylda að þéna um 35-40 þúsund krónur á mánuði til þess að standa straum af þessum aukna vaxtakostnaði,“ sagði Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Engin ákvörðun verið tekin Þróun ávöxtunarkröfu skuldabréfa sem Íslandsbanki og Landsbankinn nota til þess að fjármagna verðtryggð útlán hefur verið svipuð þróunar bréfa Arion banka. Áhugasamir geta skoðað ávöxtunarkröfu bréfanna sem um ræðir á Keldunni. Verðtryggðu bréfin eru auðkennd með skammstöfun bankanna og bókstöfunum CBI. Vísir sendi Íslandsbanka og Landsbankanum fyrirspurn á fimmtudag. Morguninn eftir hafði Íslandsbanki tilkynnt vaxtahækkun og síðdegis barst svar Landsbankans. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um vaxtabreytingar,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi bankans. Fjármálafyrirtæki Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Vextir á verðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka hækka um allt að hálft prósentustig í næstu viku. Hækkunin er aðeins minni en Arion banki tilkynnti um á miðvikudag og hefur sætt gagnrýni. 13. september 2024 18:18 Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil. 11. september 2024 16:39 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Arion banki tilkynnti á miðvikudag að vextir verðtryggðra lána hækkuðu um 0,5 prósentustig og 0,6 prósentustig. Bankinn réttlætti vaxtahækkunina með vísan til hækkunar ávöxtunarkröfu þeirra skuldabréfa sem bankinn fjármagnar verðtryggð útlán sín með. Um er að ræða tólf og fimmtán prósenta hækkun vaxta. Á föstudaginn fylgdi Íslandsbanki Arion og tilkynnti um hækkun vaxta verðtryggða lána. Í tilfelli Íslandsbanka hækka breytilegir vextir um 0,5 prósentustig, sem er um tólf prósenta hækkun og fastir vextir hækka um 0,4 prósentustig, sem er hækkun um 9,5 prósent. Kosti heimilin tugi þúsunda á mánuði Ákvarðanir bankanna tveggja hafa sætt mikilli gagnrýni. Formaður Starfsgreinasambandsins hefur sagt ákvörðun Arion banka merki um taumlausa græðgi og dósent í viðskiptafræði segir vaxtahækkanir munu geta kostað heimilin tugi þúsunda króna á mánuði. „Tökum sem dæmi, fjölskylda sem skuldar 50 milljónir í verðtryggðu láni. Nú eykst vaxtakostnaður um 0,6 prósent sem gerir um 300 þúsund á ári. Það samsvarar 25 þúsund króna auka hækkun á vaxtakostnaði. Sem að þýðir væntanlega, svona um það bil hjá flestum að eftir skatta, til þess að fjármagna það, þá þarf fjölskylda að þéna um 35-40 þúsund krónur á mánuði til þess að standa straum af þessum aukna vaxtakostnaði,“ sagði Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Engin ákvörðun verið tekin Þróun ávöxtunarkröfu skuldabréfa sem Íslandsbanki og Landsbankinn nota til þess að fjármagna verðtryggð útlán hefur verið svipuð þróunar bréfa Arion banka. Áhugasamir geta skoðað ávöxtunarkröfu bréfanna sem um ræðir á Keldunni. Verðtryggðu bréfin eru auðkennd með skammstöfun bankanna og bókstöfunum CBI. Vísir sendi Íslandsbanka og Landsbankanum fyrirspurn á fimmtudag. Morguninn eftir hafði Íslandsbanki tilkynnt vaxtahækkun og síðdegis barst svar Landsbankans. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um vaxtabreytingar,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi bankans.
Fjármálafyrirtæki Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Vextir á verðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka hækka um allt að hálft prósentustig í næstu viku. Hækkunin er aðeins minni en Arion banki tilkynnti um á miðvikudag og hefur sætt gagnrýni. 13. september 2024 18:18 Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil. 11. september 2024 16:39 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Vextir á verðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka hækka um allt að hálft prósentustig í næstu viku. Hækkunin er aðeins minni en Arion banki tilkynnti um á miðvikudag og hefur sætt gagnrýni. 13. september 2024 18:18
Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil. 11. september 2024 16:39