Viðskipti innlent

4,4 milljarðar til borgarinnar vegna fram­kvæmda á Hólms­heiði

Atli Ísleifsson skrifar
Frá undirrituninni á Hólmsheiði í gær.
Frá undirrituninni á Hólmsheiði í gær. Reykjavíkurborg

Áætlaðar tekjur Reykjavíkurborgar af sölu byggingarréttar og álagningu gatnagerðargjalda í tengslum við uppbyggingu nýs atvinnusvæðis á Hólmsheiði er 4,4 milljarðar króna. Borgarstjóri og fulltrúar fimm fyrirtækja skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu um lóðarvilyrði á svæðinu

Á vef borgarinnar segir að fyrirtækin sem ætli að koma sér fyrir á Hólmsheiði verða þar með fjölbreytta starfsemi séu:

  • Ölgerðin mun byggja upp vöru- og dreifingarmiðstöð, auk vatnsátöppunarverksmiðju;
  • Alvotech mun reisa pökkunarmiðstöð og kæligeymslur fyrir líftæknilyfjaframleiðslu fyrirtækisins;
  • Parlogis mun reisa hátæknivætt vöruhús;
  • Veritas ætlar að byggja vöruhús fyrir heilbrigðisstarfsemi;
  • Safari ætlar að reisa nýjar höfuðstöðvar.
Svæðið sem um ræðir er 87 hektarar að stærð í heildina.Reykjavíkurborg

Haft er eftir Einari Þorsteinssyni borgarstjóri að hann sé ánægður með áhuga fyrirtækja fyrir hinu nýja svæði.

„Reykjavík er á miklu vaxtarskeiði og nýjum borgarhlutum og hverfum fer fjölgandi. Í dag eru um 2.500 íbúðir í byggingu og nú bætist við nýtt athafnasvæði fyrir fyrirtækin í borginni. Með athafnasvæðinu á Hólmsheiði er fyrirtækjunum gert kleift að vaxa og dafna innan borgarmarkanna og undirtektirnar hafa verið frábærar! Það er sérstaklega ánægjulegt að borgin og þessi flottu fyrirtæki ganga í takt þegar kemur að því að gæta sérstaklega vel að náttúrunni á svæðinu,” segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóri.

Borgarráð hefur samþykkt lóðarvilyrðin og gert er ráð fyrir að deiliskipulag verði auglýst í október, en gert er ráð fyrir að deiliskipulag muni taka mið af þörfum fyrirtækjanna og umhverfissjónarmiða.

Reykjavíkurborg

Tengdar fréttir

Stór­fyrir­tæki hyggja á upp­byggingu á Hólms­heiði

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, mun í dag skrifa undir viljayfirlýsingu við fulltrúa fimm fyrirtækja vegna uppbyggingar á Hólmsheiði. Fyrirtækin sem um ræðir í fyrsta fasa uppbyggingarinnar eru Ölgerðin, Alvotech, Parlogis, Veritas og Safari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×