Erlent

Upphaf sjóliðadeilunnar rakið til skyndiáhlaups Bandaríkjahers

Af forsíðu the Independent sem kemur út á morgun
Af forsíðu the Independent sem kemur út á morgun
Breska blaðið Independent segir frá því að upphaf sjóliðadeilunnar megi rekja til misheppnaðrar tilraunar Bandaríkjamanna að ræna írönskum öryggissérfræðingum í Írak. Í blaðinu er sagt frá því að snemma dags 11.janúar síðastliðinn hafi þyrlusveit Bandaríkjahers gert skyndiáhlaup í borginni Arbil í Íraska Kurdistan. Árásin hafi beinst gegn rótgróinni Íranskri hermálaskrifstofu í borginni. Þar tóku þeir fimm unga íranska embætissmenn til fanga og sökuðu þá um að vera njósnara. Að sögn blaðsins beindist árásin gegn tveimur háttsettum mönnum í öryggismálum Írana. Eftir árásina brugðust Iranir illa við. Þau viðbrögð hefðu átt að kveikja á viðvörunarbjöllum Breta segir í grein blaðamannsins Patrick Cockburn. Þeir hefðu átt að skilja að Íranar væru líklegir til að svara í sömu mynt gegn bæði Bretum og Bandaríkjamönnum. Haft er eftir embættismönnum í Kurdistan að mennirnir tveir sem Bandaríkjamenn voru á höttunum eftir hafi verið þeir Mohammed Jafari, næstæðsti maður öryggismála í Þjóðaröryggisráði Íran, og Minojahar Frouzanda, yfirmaður leyniþjónustu íranska byltingarvarðliðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×