Innlent

Kosið um staðsetningu, ekki framtíð álframleiðslu

MYND/Anton

Greiningardeild Kaupþing segir að íbúakosningin í Hafnarfirði um helgina hafi snúist um staðsetningu álvers, en ekki framtíð álframleiðslu hér á landi. Umframorka sem ætluð hafi verið til stærra álvers í Straumsvík geti nýst annars staðar. Þar komi nýtt álver í Helguvík sterklega til greina.

Í ½ fimm fréttum greiningardeildarinnar segir að undirbúningur fyrir álverið í Helguvík gangi vel og framkvæmdir geti hafist í ár. Verkefnið myndi þó dreifast á lengra tímabil og ná hámarki árið 2009/2010. Þannig hefði það minni áhrif á hagkerfið en stækkun álversins í Straumsvík hefði gert.

Þá segir að stækkun í Straumsvík hefði haft áhrif til frekari þenslu í hagkerfinu vegna stærðargráðu stækkunarinnar. Það hefði líklega áfram haldið vöxtum háum hér á landi. Þetta er í samræmi við greiningu frá greiningardeild Glitnis í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×