Fótbolti

Rómverjar segja Ronaldo vera leikara

Ronaldo verður skotmark Rómverja á miðvikudaginn
Ronaldo verður skotmark Rómverja á miðvikudaginn NordicPhotos/GettyImages

Þeir Amantino Mancini og Christian Panucci hjá ítalska liðinu Roma hafa nú sent út fyrstu kyndingarna fyrir leik Roma og Manchester United í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Þeir félagar segja að Cristiano Ronaldo megi ekki búast við neinni sérmeðferð frá dómurum leiksins og segja hann leikara.

"Ronaldo hefur fullkomnað þá list að rekja boltann, en varnarmenn á Ítalíu eru harðari en nokkrir aðrir varnarmenn og hann mun taka mikla áhættu ef hann ætlar að vera með einhvern leikaraskap. Ég hef séð leiki með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni og þar er Ronaldo verndaður af dómurunum. Ég held að svo verði ekki gegn okkur á miðvikudaginn," sagði Mancini. Ítalski landsliðsmaðurinn Panucci tekur í sama streng.

"Ronaldo er hæfileikaríkur, á því leikur enginn vafi. Hann á það samt til að vera með of leikræna tilburði í leik sínum ýkir alltaf þegar hann dettur. Það mun því mikið mæða á dómaranum í leiknum og ég held að hann muni halda aftur af leikrænum tilburðum sínum hér, því hann veit að dómarinn mun ekki taka mark á þeim," sagði Panucci.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×