Risaslagur í NBA í beinni á Sýn í kvöld 1. apríl 2007 14:10 Steve Nash og Dirk Nowitzki mætast í NBA í kvöld NordicPhotos/GettyImages Í kvöld klukkan 18:50 verður einn af leikjum ársins í deildarkeppninni í NBA í beinni á Sýn. Hér er um að ræða fjórðu og síðustu viðureign Phoenix Suns og Dallas Mavericks í deildarkeppninni, en þetta eru tvö af allra bestu liðum deildarinnar. Síðasti leikur liðanna fyrir hálfum mánuði var að flestra mati besti leikurinn í NBA í vetur og því má eiga von á frábærum slag á besta tíma í kvöld. Dallas er í efsta sæti deildarinnar með 61 sigur og aðeins 11 töp, en liðið vann fyrstu tvær viðureignir liðanna í vetur. Phoenix (54 sigrar - 18 töp) vann hinsvegar síðasta leik liðanna þegar þau mættust í Dallas fyrir hálfum mánuði. Flestir körfuboltaspekingar vestanhafs eru á einu máli um að þar hafi verið á ferðinni besti leikur ársins til þessa. Phoenix hafði þar sigur 129-127 eftir tvíframlengdan háspennuleik. Amare Stoudemire skoraði þá 41 stig og hirti 10 fráköst fyrir Phoenix og Steve Nash var með 32 stig og 16 stoðsendingar - og skoraði meðal annars 10 stig á lokamínútunni í venjulegum leiktíma þegar Phoenix vann upp mikinn mun heimamanna og knúði framlengingu. Steve Nash hjá Phoenix og Dirk Nowitzki hjá Dallas eru góðir vinir síðan þeir léku saman hjá Dallas á árum áður og þeir þykja líklegustu kandidatar í að verða valdir verðmætustu leikmenn ársins í deildinni. Dallas þarf aðeins fjóra sigra í síðustu tíu leikjum sínum til að tryggja sér efsta sætið í allri deildinni og þar með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina líkt og í fyrra. Lið Phoenix hefur ekki náð að brjótast í gegn um Vesturdeildina og komast í úrslit síðustu ár, en það má að hluta til skrifa á meiðsli í herbúðum liðsins. Nú stefnir í að liðið verði fullmannað í úrslitakeppninni og ljóst að liðið verður illviðráðanlegt. Leikurinn í kvöld er því sannarlega frábær upphitun fyrir úrslitakeppnina og þar að auki sýndur beint á Sýn á besta tíma. Til gamans má geta að þetta er ekki eini stórleikurinn í NBA í kvöld, því auk þess mætast Houston og Utah í Vesturdeildinni þar sem liðin berjast um heimavallarréttinn og sæti 4-5. Þá verður líka áhugavert að fylgjast með leik Detroit og Miami í Austurdeildinni, en flestir reikna með því að annað þessara liða fari í úrslitin í vor. Leikur Sacramento og LA Lakers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan 1:30 í nótt. NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Í kvöld klukkan 18:50 verður einn af leikjum ársins í deildarkeppninni í NBA í beinni á Sýn. Hér er um að ræða fjórðu og síðustu viðureign Phoenix Suns og Dallas Mavericks í deildarkeppninni, en þetta eru tvö af allra bestu liðum deildarinnar. Síðasti leikur liðanna fyrir hálfum mánuði var að flestra mati besti leikurinn í NBA í vetur og því má eiga von á frábærum slag á besta tíma í kvöld. Dallas er í efsta sæti deildarinnar með 61 sigur og aðeins 11 töp, en liðið vann fyrstu tvær viðureignir liðanna í vetur. Phoenix (54 sigrar - 18 töp) vann hinsvegar síðasta leik liðanna þegar þau mættust í Dallas fyrir hálfum mánuði. Flestir körfuboltaspekingar vestanhafs eru á einu máli um að þar hafi verið á ferðinni besti leikur ársins til þessa. Phoenix hafði þar sigur 129-127 eftir tvíframlengdan háspennuleik. Amare Stoudemire skoraði þá 41 stig og hirti 10 fráköst fyrir Phoenix og Steve Nash var með 32 stig og 16 stoðsendingar - og skoraði meðal annars 10 stig á lokamínútunni í venjulegum leiktíma þegar Phoenix vann upp mikinn mun heimamanna og knúði framlengingu. Steve Nash hjá Phoenix og Dirk Nowitzki hjá Dallas eru góðir vinir síðan þeir léku saman hjá Dallas á árum áður og þeir þykja líklegustu kandidatar í að verða valdir verðmætustu leikmenn ársins í deildinni. Dallas þarf aðeins fjóra sigra í síðustu tíu leikjum sínum til að tryggja sér efsta sætið í allri deildinni og þar með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina líkt og í fyrra. Lið Phoenix hefur ekki náð að brjótast í gegn um Vesturdeildina og komast í úrslit síðustu ár, en það má að hluta til skrifa á meiðsli í herbúðum liðsins. Nú stefnir í að liðið verði fullmannað í úrslitakeppninni og ljóst að liðið verður illviðráðanlegt. Leikurinn í kvöld er því sannarlega frábær upphitun fyrir úrslitakeppnina og þar að auki sýndur beint á Sýn á besta tíma. Til gamans má geta að þetta er ekki eini stórleikurinn í NBA í kvöld, því auk þess mætast Houston og Utah í Vesturdeildinni þar sem liðin berjast um heimavallarréttinn og sæti 4-5. Þá verður líka áhugavert að fylgjast með leik Detroit og Miami í Austurdeildinni, en flestir reikna með því að annað þessara liða fari í úrslitin í vor. Leikur Sacramento og LA Lakers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan 1:30 í nótt.
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira