Innlent

Blátt áfram fagna lögum um fyrningarfrest

MYND/Getty Images

Blátt áfram fagnar samstöðu stjórnmálaflokka í málefnum um lengingu á fyrningarfresti í alvarlegum kynferðisbrotum gegn börnum. Lögin voru samþykkt 16. mars síðastliðinn. Blátt áfram safnaði 23 þúsund undirskriftum á þremur árum sem sendar voru til ráðherra og þingmanna.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að öll kynferðisbrot gegn börnum séu alvarleg, þó nú sé það undir dómsvaldinu komið að ákveða hvaða brot séu alvarlegust.

Fyrning hefst nú við 18 ára aldur og telur í 15 ár. Það er töluverður ávinningur fyrir þolendur sem fæstir eru tilbúnir að kæra fyrr en eftir að þeir hafa náð fullorðnisaldri. Þá segir að lagabreytingin styðji einstaklingana í að sjá að ofbeldið er ekki þeim að kenna. Með aukinni fræðslu og samfélagsmeðvitund sé hægt að hvetja þolandann til að kæra, þannig hjálpi hann sjálfum sér og fjölmörgum börnum til viðbótar.

Frá því samtökin hófu göngu sína fyrir þremur árum hafa orðið jákvæðar breytingar í samfélaginu og umræða opnast um kynferðisbrot gegn börnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×