Innlent

Málflutningur frjálslyndra ekki grundvöllur fyrir samstarfi

Varaformenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar segja málflutning frjálslyndra í málefnum innflytjenda ekki góðan grundvöll fyrir samstarfi. Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna útilokar þó ekki samstarf við flokkinn. Þetta kemur fram í svari Katrínar við opnu bréfi Sigurðar Ólafssonar alþjóðastjórnmálafræðings.

Bréfið birtist ásamt svari Katrínar á vefsíðunni vettvangur.is.

Sigurður spyr í bréfi sínu hvort Vinstri grænir og Samfylkingin geti farið í samstarf við flokk sem "elur á andúð og ótta í garð fólks af erlendum uppruna á Íslandi?" Hann vitnar í ummæli Jóns Magnússonar þar sem varað er við hættum sem stafa af fólki af erlendum uppruna.

Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar tók í sama streng og Katrín í svari sínu sem birt var á vefsíðunni í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×