Innlent

Samkomulag um vörn gegn kynferðisglæpum gegn börnum

Samkomulag hefur náðst, innan Evrópuráðsins, um tillögu að bindandi samningi um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi en fastlega er búist við að samningurinn verði fullgildur hér á landi síðar á þessu ári. Það kallar á lagabreytingar, segir forstjóri Barnaverndarstofu, meðal annars um skilgreingu á kynferðisofbeldi gegn börnum sem og heimildir lögreglu til notkunar tálbeitu.

Samkomulagið náðist innan sérfræðinganefndar Evrópuráðsins í gærmorgun eftir að nefndi hafði starfað í tæpt ár. Þetta er fyrsti Alþjóðasamningurinn sem fjallar sérstaklega um varnir gegn kynferðisofbeldis gegn börnum og er samningstillagan mjög umfangsmikil. Hún tekur á öllum þáttum kynferðisofbeldis gegn börnum, allt frá rannsóknaraðferðum til refsinga kynferðisglæpamanna.

Áður en Íslendingar geta fullgilt samninginn þarf að gera breytingar á almennum hegningarlögum. Fyrr á þessu ári fjallaði fréttaskýringaþátturinn Kompás um kynferðisbrot gegn börnum á Netinu. Í kjölfarið spunnust miklar umræður um heimildir lögreglu til notkunar tálbeitu.Bragi telur að samningurinn kalli á að lögregla hafi slíkar heimildir.

En það er fleira í þessum samningi. Þar fær Barnahús sérstaka viðurkenningu að mati Braga en Barnahús er sérstaklega nefnt sem fyrirmyndardæmi um hvernig standa að málsmeðferð mála þar sem börn eiga í hlut

Stefnt er að því að samningurinn hljóti formlega afgreiðlsu Evrópuráðsins síðar á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×