Sport

Hulda Gústafsdóttir sigraði fimmganginn í Meistaradeild VÍS

Hulda Gústafsdóttir sigraði fimmganginn í Meistaradeild VÍS sem haldin var í gærkveldi á Galdri frá Flagbjarnarholti fyrir fullu húsi í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Keppnin var gríðalega hörð og réðust úrslit í bráðabana á milli Huldu og Viðars Ingólfssonar á hestinum Riddara frá Krossi og varð honum að falli skeiðið í bráðabananum.

Horfa á bráðabanan

Í fyrsta skipti í Meistaradeildinni frá upphafi var knapa sýnt rautt spjald en það var Lúther Guðmundsson á Flugari frá Kvíarholti sem fékk þetta óvinsæla spjald en tveir dómarar sáu að Flugar var haltur á hægri framfæti.

Í þriðja sæti varð Sigurbjörn Bárðarson á Stakk frá Halldórsstöðum en hann reið sig upp úr B-úrslitum með glæsibrag. Í fjórða sæti varð Páll Bragi Hólmarsson á Kjóa frá Stóra-Vatnsskarði, í fimmta sæti varð Eyjólfur Þorsteinsson á Eitli frá Vindási og í sjötta sæti hafnaði Þorvaldur Árni Þorvaldsson á Þokka frá Kýrholti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×