Innlent

Tveir á vinnumarkaði fyrir hvern ellilífeyrisþega

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
MYND/GVA

Allt stefnir í að árið 2050 verði einungis tveir Íslendingar á vinnumarkaði fyrir hvern ellilífeyrisþega. Í dag er hlutfallið fimm á móti einum. Íslenska þjóðin eldist og því fylgja þjóðfélagsbreytingar. Þær eru ávísun á breytingar á fjölmörgum sviðum. Við þessari þróun þarf að bregðast, segir í fréttatilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins.

Samtökin halda aðalfund á Hótel Nordica 17. apríl næstkomandi. Yfirskrift hans er „Tveir á móti einum."

Á fundinum verður kynnt könnun Capacent um viðhorf Íslendinga til framtíðar og velt upp ýmsum málefnum tengdum framtíðarþróun.

Nánari upplýsingar um fundinn og skráningu má finna á heimasíðu samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×