Innlent

Slysagildrum fækkað með koddum og eyrum

Bifreið keyrir yfir kodda.
Bifreið keyrir yfir kodda. MYND/Reykjavíkurborg

Framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt áætlun fyrir árið 2007 til endurbóta á stöðum í borginni þar sem slys eru tíð. Miðað er að því að stuðla að frekara öryggi á vástöðum með því að draga úr umferðarhraða með mismunandi tegundum hraðahindrana.

Koddar, eyrur, öldur og hausar verða settir á staði í borginni sem tölfræðin segir varhugaverðari en aðra. Tillit hefur verið tekið til óska íbúa um aðgerðir segir á vef Reykjavíkurborgar.

Öldur eru það sem kallast hraðahindranir í daglegu tali. Koddar svipa til þeirra, en ná ekki útí götukantana. Þeir eru ódýrari í framkvæmd og stöðva ekki vatnsrásina. Eyru eru þrengingar við gatnamót og hausar svipaðir þeim, en ætlaðir gangandi vegfarendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×