Innlent

Grænmetistollur stríðir gegn lækkun matvöruverðs

Grænmeti á útimarkaði.
Grænmeti á útimarkaði. MYND/Getty Images

Neytendasamtökin mótmæla harðlega áformum um að leggja tolla á innflutt grænmeti frá löndum utan Evrópusambandsins. Það stríði gegn aðgerðum til lækkunar á matvöruverði sem sé enn allt of hátt.

Samtökin birta í dag bréf til forsætis- og landbúnaðarráðherra á heimasíðu sinni. Þar segir að það komi verulega á óvart að stjórnvöld hafi fallist á slíka tolla í samningum við Evrópusambandið.

Minnt er á að tollar hafi verið felldir niður á innfluttu grænmeti og teknar upp beingreiðslur til innlendra framleiðenda. Ástæðan var sú að innflutt grænmeti hækkaði verulega á sumrin vegna verndartolla þegar innlent grænmeti var fáanlegt.

Stjórn Neytendasamtakanna hvetur stjórnvöld til að breyta samningunum þannig að engir tollar verði lagðir á innflutt grænmeti. Þetta eigi einnig við um kartöflur, gulrætur og sveppi. En afnám tolla á sínum tíma náði ekki til þessara vara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×