Innlent

Halldór slasaðist á æfingu

Leikhópurinn skellti sér á dögunum til Skagafjarðar. Þar reyndi Halldór að feta í fótspor Grettis sem synti frá Drangey til lands.
Leikhópurinn skellti sér á dögunum til Skagafjarðar. Þar reyndi Halldór að feta í fótspor Grettis sem synti frá Drangey til lands. MYND/Borgarleikhúsið

Fresta þarf frumsýningu leiksýningarinnar Grettis sem frumsýna átti í Borgarleikhúsinu á föstudag um þrjár vikur. Ástæðan er sú að Halldór Gylfason leikari, sem leikur sjálfan Gretti, meiddist í baki á æfingu á laugardaginn. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann væri „hundsvekktur."

Hann hefði einungis verið að hoppa um einn meter en lent þannig að hann fékk hnykk á bakið. Verkurinn hafi síðan versnað eftir því sem leið á æfinguna.

Halldór fékk sprautu á laugardag og vonaðist til að jafna sig á tveimur til þremur dögum, en nú væri ljóst að þetta tæki lengri tíma. Meiðslin komi á versta tíma þar sem of stuttur fyrirvari sé til að breyta leikritinu með tilliti til meiðslanna.

Frumsýning var áætluð næstkomand næstkomandi föstudag, en henni hefur verið frestað til 22. apríl.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×