Fótbolti

Alonso hefur trú á Liverpool

Xabi Alonso er lykilmaður á miðju Liverpool.
Xabi Alonso er lykilmaður á miðju Liverpool. MYND/Getty

Xabi Alonso, hinn spænski miðjumaður Liverpool, hefur fulla trú á að liðið getið endurtekið leikinn frá árinu 2005 og farið alla leið í Meistaradeild Evrópu á þessum tímabili. Alonso segir leikmenn liðsins spila af miklu sjálfstrausti í Meistaradeildinni.

Liverpool mætir PSV í 8-liða úrslitum keppninnar og segir Alonso að leikmenn liðsins séu afar sigurvissir fyrir rimmuna. "Við berum hins vegar mikla virðingu fyrir PSV. Árangur liðsins gegn Arsenal talar sínu máli, þeir verða mjög erfiðir andstæðingar," segir Alonso, en í riðlakeppninni vann Liverpool leikinn sem fram fór á Anfield og í Hollandi gerðu liðin jafntefli.

"Við vitum hvað þarf til að ná árangri í Meistaradeildinni og það fyrirkomulag sem er spilað þar hentar okkur. Okkur langar mikið að komast aftur í úrslitaleikinn," sagði Alonso jafnframt, en úrslitaleikurinn fer fram í Aþenu um miðjan maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×