Innlent

Lagasetning til varnar lögreglumönnum við störf

MYND/Vísir

Embætti ríkislögreglustjóra fagnar breytingu á lögum um refsingu fyrir brot gegn lögreglumönnum við störf. Með lagasetningunni verður einnig refsivert að aftra lögreglu frá því að gegna skyldustörfum. Slík brot geta varðað allt að tveggja ára fangelsi.

Sex ára fangelsisdómur var áður hámark refsingar fyrir brot gegn opinberum starfsmönnum sem hafa heimild til líkamlegrar valdbeitingar. Hámarkið hækkar nú í átta ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra.

Breytingarnar voru gerðar á 106. gr. almennra hegningarlaga sem taka til brota gegn valdstjórninni.

Í áliti allsherjarnefndar er tekið fram að markmiðið sé að þyngja refsingar fyrir brot gegn þessum aðilum. Hingað til hafi refsing ekki enduspeglast nægjanlega vel í dómaraframkvæmd.

Í tilkynningunni segir að lagabreytingin sé þýðingarmikil til að bæta starfsumhverfi lögreglumanna. Mikilvægt sé að refsingar séu í samræmi við eðli brota svo varnaðaráhrif nái fram að ganga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×