Fótbolti

Saviola lofaður nýjur samningur

Javier Saviola vill helst vera áfram hjá Barcelona.
Javier Saviola vill helst vera áfram hjá Barcelona. MYND/AFP

Argentínski framherjinn Javier Saviola hjá Barcelona býst við því að vera boðinn nýr samningur við spænska stórveldið í vikunni. Verði sú raunin fá þær vangaveltur sem segja Eið Smára Guðjohnsen á förum frá Barcelona í sumar byr undir báða vængi.

"Txiki Beguiristan hefur lofað okkur nýju tilboði á allra næstu dögum," segir Diego Queiruga, umboðsmaður Saviola, en Beguiristan er yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona. Saviola hefur skorað 5 mörk í 16 deildarleikjum fyrir Barcelona á leiktíðinni, en hann á í harðri baráttu við Eið Smára Guðjohnsen um framherjastöðuna hjá liðinu.

Spænskir fjölmiðlar telja að þó að Saviola verði boðinn nýr samningur muni hann skoða vel tilboð annara félaga, þó svo að Saviola hafi margoft lýst því yfir að hjá Barcelona vilji hann helst vera. Real Zaragoza and Villarreal eru sögð hafa mikinn áhuga á að fá Saviola í sínar raðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×