Innlent

Vínrækt á Íslandi

Kannski verður hægt að rækta alla ávexti sem og ber í framtíðinni.
Kannski verður hægt að rækta alla ávexti sem og ber í framtíðinni.

Landbúnaður á Íslandi gæti átt eftir að njóta góðs af hlýnun jarðar í framtíðinni. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Gluggans. Þar segir að á fyrirlestri sem Trausti Valsson umhverfisfræðingur hélt nýlega á vegum þóunarfélags Hrunamanna hafi ýmislegt komið í ljós. Meðal annars að í framtíðinni verði hægt að rækta hér sitthvað sem ekki hefur verið hægt áður. Tekur fréttamaður Gluggans sem dæmi jarðarber og vínber.

Í samtali við Gluggann segir Örn Einarsson formaður félags garðyrkjubænda álit sérfræðingsins afar fróðlegt. Hann segir að í framtíðinni muni hefðbundinn landbúnaður hagnast af hlýnun jarðar t.d. muni myndast öruggar aðstæður til kornræktunar og grasvöxtur muni verða fyrr á ferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×