Innlent

Háskólinn í Reykjavík á heimsmælikvarða

Frá undirskrift samningsins í dag.
Frá undirskrift samningsins í dag. MYND/Háskólinn í Reykjavík

Aðstaða nemenda og starfsfólks Háskólans í Reykjavík verður á heimsmælikvarða þegar nýbyggingar skólans í Vatnsmýri verða teknar í notkun. Í dag undirritaði Háskólinn samning við Eignarhaldsfélagið Fasteign um byggingar skólans.

Þær munu rísa við Hlíðarfót ofan við Nauthólsvík og verða samtals 34 þúsund fermetrar. Gert er ráð fyrir að fyrri áfanga ljúki haustið 2009, og þeim seinni haustið 2010.

Í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík segir að tilkoma betri aðstöðu muni örva rannsóknarvirkni og nýsköpun. Auk þess skapist rými fyrir lifandi kennslu og tengingu við atvinnulífið.

Fasteign mun taka að sér byggingu, fjármögnun og eignarhald, en Háskólinn mun leigja byggingarnar með kauprétti.

Hönnun bygginganna hefur staðið yfir frá síðastliðnu hausti. Arkitektar eru Henning Larsen Architects í Danmörku og Arkís á Íslandi. VGK Hönnun sér um verkfræðilega hönnun í samstarfi við Rafteikningu og Cowi í Danmörku. Landslagsarkitektar eru Landmótun.

Áætlað er að framkvæmdir hefjist í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×