Innlent

Háskólinn á Akureyri opnar nýja heimasíðu

Jóna Jónsdóttir forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs sýnir hér Þorgerði Katrínu menntamálaráðherra virkni heimasíðunnar.
Jóna Jónsdóttir forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs sýnir hér Þorgerði Katrínu menntamálaráðherra virkni heimasíðunnar. MYND/HA
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnaði nýja heimasíðu Háskólans á Akureyri miðvikudaginn 21. mars. Heimasíðan er forrituð af hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu á Akureyri í vefumsjónarkerfið Moya. Útlitshönnuður síðunnar er Þormóður Aðalbjarnarson hjá auglýsingastofunni Stíl á Akureyri.

Meðal nýjunga á heimasíðunni er möguleiki til að skipta um bakgrunnslit á lesmáli. Þessi möguleiki er hugsaður fyrir lesblinda sem margir eiga í erfiðleikum með að lesa lengi af hvítum bakgrunni. Einnig er möguleiki á að setja inn lýsingu með myndum sem hljóðgervlar blindra geta lesið. Er þetta gert til að gera vefinn notendavænan fyrir blinda og sjónskerta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×