Innlent

Garðabær er draumasveitarfélag Íslands

Turn bæjarskrifstofanna í Garðabæ.
Turn bæjarskrifstofanna í Garðabæ. MYND/Vilhelm

Garðabær er besta sveitarfélag Íslands samkvæmt könnun tímaritsins Vísbendingar. Fast á hæla þess kemur Seltjarnarnes, en Reykjavík er í 15. sæti, með fimm stig. Efstu sveitarfélögin tvö skera sig nokkuð úr í stigagjöf og eru þau einu sem hljóta fyrstu einkunn. Garðabær með 8,3 stig og Seltjarnarnes með 7,9 stig.

Í þriðja og fjórða sæti eru Kópavogur með 6,5 stig og Eyjafjarðarsveit með 6,4 stig.

Vísbending hefur um nokkurt skeið gefið sveitarfélögum landsins einkunn. Í ár var úrtakið 38 sveitarfélög.

Við einkunnargjöfina er meðal annars tekið tillit til útsvarshlutfalls, breytinga á íbúafjölda, afkomu sem hlutfalli af tekjum, skuldatöðu og tekjum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×