Innlent

Íslendingar í grænum orkuvanda

Af heimasíðu BBC í dag.
Af heimasíðu BBC í dag.

Íslendingar eru sagðir standa frammi fyrir grænum orkuvanda á heimasíðu BBC í dag. Fréttin er í fimmta sæti yfir mest sendu fréttir dagsins. Þar fjallar Richard Hollingham fréttamaður BBC4 útvarpsstöðvarinnar um kosti og galla þess að virkja landið. Áhuga íslendinga á að hagnast á endurnýjanlegri orku og mótmælum gagnrýnenda.

Richard ræðir meðal annars við Sigurð Arnalds kynningarstjóra Kárahnjúkavirkjunar um kosti endurnýjanlegrar orku. Sagt er frá baráttu Ómars Ragnarssonar, einum virtasta fréttamanns landsins og vitnað í baráttu Bjarkar gegn Kárahnjúkavirkjun.

Umfjöllunin er hluti af þáttunum „Crossing Continents" og verður útvarpað á BBC 4 á morgun klukkan rúmlega 11 að íslenskum tíma. Útsendingin verður endurtekin næstkomandi mánudagskvöld klukkan 20:30

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×