Innlent

Ingibjörg ítrekar framburð sinn

Ingibjörg S. Pálmadóttir, sambýliskona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hún ítrekar að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi sagt henni að ýmsir aðilar hafi þrýst á sig að taka að sér mál Jóns Geralds. Jón Steinar hafði í gær sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði fullyrðingar Ingibjargar við yfirheyrslu í Hæstarétti ekki sannar.

Þá segir Ingibjörg enn fremur í yfirlýsingu sinni að henni hafi sárnað þegar Jón Steinar, þá starfandi hæstaréttarlögmaður og lögmaður hennar, hafi tekið að sér að afhenda lögreglu gögn frá Jóni Geraldi og lagt fram kæru gegn sambýlismanni hennar. Henni sýnist nú af gögnum, að þrýstingurinn hafi komið frá Styrmi Gunnarssyni, Kjartani Gunnarssyni og ónefnda manninum, eins og segir í yfirlýsingu Ingibjargar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×