Innlent

Fangelsi fyrir ofbeldi gegn lögreglumönnum

MYND/Valgarður Gíslason

Kona á þrítugsaldri var í dag dæmd í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn tveimur lögreglumönnum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur og er skilorðsbundinn til fimm ára. Ákæra gegn karlmanni sem lést 11. þessa mánaðar var felld niður.

Konan var dæmd fyrir að sparka í maga lögreglumanns við skyldustörf og reyna að bíta í handlegg annars. Maðurinn var ákærður fyrir að taka annan lögreglumanninn hálstaki þegar hann reyndi að handtaka konuna.

Atburðurinn átti sér stað á Fáskrúðsfirði síðastliðið sumar.

Konan játaði brotið og var refsing ákveðin með tilliti til þess að hún rauf með brotinu skilorð. Hún hefur hlotið fjölda dóma meðal annars fyrir þjófnað og fíkniefnalagabrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×