Innlent

Ungt fólk borðar minni fisk

Lax með rósmarín.
Lax með rósmarín. MYND/Getty Images

Fiskneysla ungs fólks minnkar og enn meiri samdráttur er yfirvofandi á komandi árum. Munur er á fiskneyslu eftir landshlutum og hafa matarvenjur í æsku mótandi áhrif. Þá eru ungar konur hrifnar af fiski og grænmeti, en ungir karlar af skyndibita og kjöti.

Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar meðal ungs fólks á aldrinum 17 til 26 ára. Ef ekkert verður að gert munu Íslendingar borða enn minna af fiski en þeir gera í dag. Dregið hefur verulega úr fiskneyslu þessa aldurshóps á undanförnum árum segir í fréttatilkynningu frá Matís, Matvælarannsóknum Íslands.

Að meðaltali borðar ungt fólkt fisk í aðalrétt 1,3 sinnum í viku. Það er töluvert undir því sem Lýðheilsustöð ráðleggur.

1.735 manns voru í úrtaki rannsóknarinnar og svarhlutfall var tæp 87 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×