Innlent

Borgin reki framhaldsskóla

Rekstur borgarinnar á grunnskólum hefur gefið góða raun.
Rekstur borgarinnar á grunnskólum hefur gefið góða raun.

Menntaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi í dag að leggja til að borgin taki við rekstri eins framhaldsskóla í Reykjavík. Góð raun er að rekstri borgarinnar á grunnskólum eftir að rekstur þeirra fluttist frá ríki til sveitarfélaga.

Mikill áhugi er innan ráðsins á þessu tilraunaverkefni. Þetta er haft eftir Júlíusi Vífli Ingvarssyni formanni menntaráðs í fréttatilkynningu. G

ert er ráð fyrir að skipaður verði starfshópur um verkefnið með fulltrúum Menntasviðs og menntaráðs.

Í tilkynningunni segir að heildstæð skólastefna styrki samstarf grunn-og framhaldsskóla. Þarfir nemenda og forráðamanna við skipulagningu náms eftir áhugasviðum fái betur notið sín, segir í greinargerð um málið.

Haft er eftir Ragnari Þorsteinssyni sviðsstjóra Menntasviðs að starfshættir skóla séu opnir og sveigjanlegir. Með auknum tengslum skapist möguleikar á að sinna betur nemendum sem gengur illa að fóta sig í framhaldsskólum.

Í greinargerðinni kemur einnig fram að í sumum hverfum borgarinnar sé vaxandi fjölmenningarsamfélag. Reynsla grunnskóla og þekking af nemendum af erlendu bergi brotnu myndi í ríkara mæli skila sér inn í framhaldsskólann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×