Innlent

Nýjasta tækni í Vestmannaeynni VE

Engir togvírar verða notaðir á nýjasta togara Vestmannaeyinga, og karlarnir þurfa ekki einu sinni að gera að aflanum lengur.

Þetta undra fley er nýja Vestmannaeyin VE, sem útgerðarfélagið Bergur Huginn lét smíða fyrir sig í Póllandi og er komið til heimahafnar í Eyjum.

Nýjungin er sú að í stað togvíra verða notuð svonefnd ofurtog, sem skyldari eru köðlum en vírum. Auk þess mun áhöfnin ekki þurfa að gera að aflanum þegar hann kemur um borð, þar sem vélasamstæða, hönnuð og smíðuð í Vestmannaeyjum, annast öll þau handtök.

Þá verður aflinn ekki frystur um borð, heldur aðeins unninn með hliðsjón af ferskum útflutningi.

Vegna þessa verða veiðiferðirnar ekki nema í mesta lagi þrír sólarhringar í senn. Þá verða færri í áhöfn en á sambærilegu skipi vegna mikillar vélavæðingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×