Innlent

Fagna uppbyggingu háskólasamfélags á Keflavíkurflugvelli

Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands fagnar áætlunum um uppbyggingu alþjóðlegs háskólasamfélags á Keflavíkurflugvelli. Í yfirlýsingu frá ráðinu segir að þáttur Háskóla Íslands í samningnum um uppbygginguna sé gríðarmikilvægur. Til standi að kenna þær greinar sem HÍ standi framarlega í auk þess að stunda rannsóknir á þeim sviðum.

Sókn HÍ sé mikilvægur liður í að auka tengsl við alþjóðasamfélagið og atvinnulífið.

Stúdentaráð telur svæðið á flugvellinum tilvalið til reksturs af þessu tagi. Húsnæði henti vel og til staðar séu fjölmargar íbúðir sem gætu nýst nemendum skólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×